Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fim 07. nóvember 2024 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nikola yfirgefur Dalvík og er fluttur suður
Spennandi miðjumaður.
Spennandi miðjumaður.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nikola Kristinn Stojanovic, sem lék með Dalvík/Reyni á síðasta tímabili, er fluttur á höfuðborgarsvæðið og er að skoða í kringum sig.

Eftir að tímabilinu í Lengjudeildinni lauk æfði hann með FH.

Hann 24 ára reynslumikill miðjumaður, uppalinn Þórsari en steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Fjarðabyggð tímabilið 2018.

Hann lék sína fyrstu leik með Þór árið 2020 og var þar svo tímabilin 2022 og 2023 en skipti yfir til Dalvíkur/Reynis síðasta vetur. Þar skrifaði hann út samning út tímabilið.

Hann var byrjunarliðsmaður í liði nýliðanna í sumar.

Alls á hann að baki 173 KSÍ leiki og í þeim hefur hann skorað sautján mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner