Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 13:25
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd vill 17 milljónir fyrir Smalling - Aftur í landsliðið?
Mynd: Getty Images
Chris Smalling hefur verið algjör lykilmaður í liði Roma sem er í fjórða sæti í Serie A sem stendur.

Smalling er hjá Roma að láni frá Manchester United út tímabilið og hefur ítalska félagið áhuga á að festa kaup á honum. Rauðu djöflarnir vilja þó 17 milljónir punda fyrir miðvörðinn, eða 20 milljónir evra.

Gott gengi Smalling hefur einnig orðið til þess að hann gæti verið kallaður aftur upp í enska landsliðið. Hann hefur ekki spilað fyrir England síðan í júní 2017 en á 31 leik að baki fyrir liðið.

Gareth Southgate og aðstoðarmaður hans Steve Holland voru á vellinum er Roma náði markalausu jafntefli á útivelli gegn stjörnum prýddu liði Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner