Atli Hrafn Andrason er að ganga í raðir HK. Það er ÍBV sem greinir frá þessu í kveðjufærslu á samfélagsmiðlum sínum í dag.
Atli staðfesti við Fótbolta.net fyrr í dag að hann yrði ekki áfram hjá ÍBV.
Nú er orðið ljóst hvert hans næsta skref er. Hann mun spila með HK sem fór upp úr Lengjudeildinni í sumar.
Atli staðfesti við Fótbolta.net fyrr í dag að hann yrði ekki áfram hjá ÍBV.
Nú er orðið ljóst hvert hans næsta skref er. Hann mun spila með HK sem fór upp úr Lengjudeildinni í sumar.
„Það verður mikill missir af Atla sem heldur nú á önnur mið og kemur til með að leika með HK-ingum sem verða nýliðar í efstu deild á komandi leiktímabili," segir í færslu ÍBV.
Atli er 23 ára kantmaður sem hefur einnig leikið með Breiðabliki, Víkingi og KR á sínum ferli. Þá var hann á mála hjá enska félaginu Fulham á árunum 2016-18.
Athugasemdir