Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 07. desember 2022 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elfar Freyr kom mjög vel út úr þeim prófum sem hann var settur í
Elfar Freyr Helgason.
Elfar Freyr Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Elfar Freyr Helgason gekk á dögunum í raðir Vals frá Breiðabliki. Gerði hann tveggja ára samning við Hlíðarendafélagið.

Elfar hefur glímt við meiðsli síðustu tvö tímabil, spilaði ekkert tímabilið 2021 en kom við sögu í alls sex leikjum á nýliðnu tímabili.

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, er mjög ánægður með að fá Elfar yfir í Val. „Ég er mjög svo ánægður með það. Ég þekki Elfar Frey mjög vel og veit hvað hann getur. Hann er hungraður að sýna öllum hvað hann getur í fótbolta."

„Hann er búinn að vera meiddur í að verða annað ár en hann kemur mjög vel út úr bæði læknisskoðun og öðrum prófum sem við settum hann í. Hann er flottur drengur og góður í fótbolta. Hann er góð búbót í hópinn," sagði Arnar.

Hjá uppeldisfélaginu varð Elfar tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari, lék alls 302 leiki og skoraði ellefu mörk.

Er Elfar fyrsti kostur í miðvörðinn með Hólmari?

„Það fer eftir því hvernig hann stendur sig. Við erum með þrjá mjög flotta hafsenta. Við erum að bíða eftir því að Orri Sigurður verði klár í slaginn. Það er líka mjög flottur hafsent. Þeir verða þrír og það er bara spurning hverjir standa sig best. Við getum sagt að Elfar og Hólmar séu aðeins með forskot á Orra þar sem hann er meiddur og er ekki alveg tilbúinn. En eins og ég segi þá erum við með þrjá mjög flotta gæja. Þannig viljum við hafa það," segir Arnar í samtali við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Kristinn Freyr einn af 4-5 leikmönnum sem Valur er að vinna í að fá
Með bróður og besta vin í HK en valdi Val eftir góða heimavinnu
Athugasemdir
banner
banner
banner