Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   fim 07. desember 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Krísa hjá FCK heima fyrir - „Eina góða er að við töpuðum bara 0-2"
Orri Steinn Óskarsson ræðir hér við félaga sína í FCK.
Orri Steinn Óskarsson ræðir hér við félaga sína í FCK.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
FC Kaupmannahöfn er í ágætis möguleika á því að komast áfram í Meistaradeildinni á undan Manchester United, en liðið er samt sem áður að ströggla heima fyrir.

FCK hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð og er liðið núna í þriðja sæti á eftir Bröndby og Midtjylland. Liðið tapaði þá gegn Silkeborg í danska bikarnum á heimavelli í gær. Orri Steinn Óskarsson spilaði fyrri hálfleikinn.

Jacob Neestrup, þjálfari FCK, var gríðarlega svekktur eftir tapið á Parken í gær.

„Þetta er líklega okkar versta frammistaða á árinu. Við vorum ekki til staðar fyrstu 70 mínúturnar," sagði Neestrup.

„Það eina góða er að við töpuðum bara 0-2."

Þessi leikur var í átta-liða úrslitunum í bikarnum en í þeim einvígum eru tveir leikir. Neestrup segir að eina markmiðið núna sé að skora fyrsta markið í Silkeborg á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner