Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 07. desember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Márquez tekur við Katar (Staðfest)
Mynd: EPA
Spænski þjálfarinn Tintín Márquez er nýr þjálfari katarska landsliðsins í fótbolta.

Portúgalinn Carlos Queiroz ákvað nokkuð óvænt að segja starfi sínu lausu á dögunum, aðeins mánuði fyrir Asíumótið sem fer einmitt fram í Katar.

Katarska fótboltasambandið var ekki lengi að finna arftaka hans en Tintín Márquez er tekinn við liðinu.

Hann er vissulega ekki með jafn heillandi ferilskrá og Queiroz, en hann var aðstoðarþjálfari Espanyol áður en hann tók tímabundið við liðinu árið 2008. Einnig hefur hann stýrt Eupen, Castellon, Sint Truiden og nú síðast Al Wakrah í Katar.

Katar er í 58. sæti á heimslista FIFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner