Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. janúar 2020 14:19
Elvar Geir Magnússon
#OleOut póstað á fjögurra sekúndna fresti
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Pirraðir stuðningsmenn Manchester United voru áberandi á Twitter á þriðjudagskvöld og gerðu það að verkum að kassamerkið #OleOut varð eitt það vinsælasta á samskiptamiðlinum.

11.522 tístum með #OleOut var póstað á Twitter eftir að flautað var til leiks í Manchester slagnum á Old Trafford.

Það gerir eitt tíst á 4,3 sekúndna fresti.

8.182 mismunandi notendur póstuðu tístunum en einn notandi, sembilanraf frá Indlandi, setti inn 58 #OleOut tíst á þriggja og hálfs tíma kafla.

Þessum 11.522 tístum var endurvarpað af öðrum notendum 27.757 sinnum.

Það var himinn og haf milli United og City í leiknum í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner