Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 08. janúar 2020 12:00
Elvar Geir Magnússon
Segist vorkenna Rashford - Myndi raða inn mörkum hjá City
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, segist vorkenna Marcus Rashford, leikmanni Manchester United.

Sóknarmaðurinn fékk litla þjónustu í slæmu 1-3 tapi United gegn City í gær.

United náði lítið að skapa sér en Rashford nýtti sitt eina færi í seinni hálfleik til að gefa United smá von fyrir seinni leikinn.

Richards segir að ef Rashford væri hjá Manchester City þá myndi hann raða inn mörkum.

„Hjá City þá myndi hann skora 30-40 mörk. Með Anthony Martial og Daniel James er United hættulegt í skyndisóknum. En stundum er ekki kveikt á skyndisóknunum, þú verður að finna glufur á andstæðingnum og United getur það ekki," segir Richards.

„Munurinn á miðjunni hjá þessum tveimur liðum er rosalegur. Fyrsta hugsunin hjá Kevin De Bruyne er að senda boltann fram."

Sjá einnig:
Solskjær: Versti hálftími sem við höfum spilað
Athugasemdir
banner
banner
banner