Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 08. janúar 2021 18:58
Aksentije Milisic
Byrjunarliðin í FA-bikarnum: Salah og Mane byrja - Unglingalið hjá Villa
Mynd: Getty Images
Butland spilar sinn fyrsta leik fyrir Palace.
Butland spilar sinn fyrsta leik fyrir Palace.
Mynd: Getty Images
3. umferð í ensku bikarkeppninni er á dagskránni og hefst í kvöld með tveimur leikjum.

Á Villa Park í Birmingham kemur Liverpool í heimsókn og mætir unglingaliði Aston Villa. 14 greindust smitaðir og þar af 10 leikmenn hjá aðalliði Villa sem er komið í sóttkví. Búið er að loka æfingasvæði félagsins.

Liverpool stillir upp öflugu liði og þar má nefna nöfn á borð við Sadio Mane, Mohamed Salah, Jordan Henderson og Georginio Wijnaldum.

Í hinum leiknum mætast Wolves og Crystal Palace.

Heimamenn stilla upp sterku liði en þar eru þeir Adama Traore, Ruben Neves, Conor Coady og Pedro Neto allir í byrjunarliðinu.

Roy Hodgson hefur þá Christian Benteke, Jordan Ayew og Michy Batshuayi alla í byrjunarliðinu. Jack Butland spilar þá sinn fyrsta leik fyrir liðið og Wilfried Zaha er á bekknum.

Liverpool: Kelleher, N. Williams, R. Williams, Fabinho, Milner, Henderson, Wijnaldum, Jones, Mane, Minamino, Salah.

Aston Villa: Onodi, Bridge, Revan, Walker, Rowe, Chrisene, Barry, Kesler, Sylla, Raikhy, Bogarde.

Wolves: Ruddy, Semedo, Coady, Saiss, Ait-Nouri, Neves, Dendoncker, Adama, Moutinho, Neto, Silva.

Crystal Palace: Butland, Clyne, Tomkins, Sakho, Van Aanholt, Riedewald, McCarthy, Eze, Ayew, Batshuayi, Benteke.
Athugasemdir
banner
banner