Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 08. janúar 2021 12:00
Magnús Már Einarsson
Fyllir King skarð Haller?
Mynd: Getty Images
West Ham hefur áhuga á að fá framherjann Joshua King í sínar raðir frá Bournemouth.

Hamrarnir seldu Sebastien Haller til Ajax í morgun og vilja fá nýjan framherja í hans stað.

King þykir koma sterklega til greina en norski landsliðsmaðurinn vill komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina.

Hinn 28 ára gamli King var orðaður við fleiri félög síðastliðið sumar en ekkert varð af félagaskiptum þá.

Auk King þá eru forráðamenn West Ham að skoða fleiri nöfn og líklegt er að félagið bæti við framherja á næstunni.
Athugasemdir
banner