Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 08. janúar 2021 11:00
Magnús Már Einarsson
Manchester United vill reyndan hægri bakvörð
Kieran Trippier
Kieran Trippier
Mynd: Getty Images
Manchester United er í leit að reyndum hægri bakverði til að veita Aaron Wan-Bissaka samkeppni um stöðu í liðinu en The Athletic greinir frá þessu í dag.

Ole Gunnar Solskjær vill fá leikmann á aldrinum 28-30 ára sem er betri sóknarlega en Wan-Bissaka.

Wan-Bissaka hefur staðið sig vel varnarlega en Solskjær vill eiga annan kost í hægri bakverði og fá leikmann sem er betri sóknarlega.

Kieran Trippier, bakvörður Atletico Madrid, var efstur á óskalista United og viðræður fóru á dögunum af stað um að hann myndi koma á Old Trafford í þessum mánuði.

Trippier var á dögunum dæmdur í tíu vikna leikbann fyrir brot á veðmálareglum og viðræður hafa beðið á meðan á því stendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner