Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 08. janúar 2023 09:15
Elvar Geir Magnússon
Nökkvi: Lífið leikur við mig þessa dagana
Nökkvi á landsliðsæfingu í Portúgal.
Nökkvi á landsliðsæfingu í Portúgal.
Mynd: KSÍ
Nökkvi Þeyr Þórisson, Sævar Atli Magnússon og Aron Bjarnason eru þeir þrír leikmenn í íslenska landsliðshópnum í Portúgal sem ekki hafa leikið A-landsleik. Ísland leikur vináttulandsleik við Eistland í dag og Nökkvi spjallaði við fjölmiðladeild KSÍ fyrir leikinn.

Nökkvi yfirgaf KA á liðnu ári og gekk í raðir Beerschot í Belgíu. Þar hefur honum gengið virkilega vel, skorað fimm mörk í þrettán deildarleikjum, og lífið leikur einnig við hann utan vallarins.

Lestu um leikinn: Eistland 1 -  1 Ísland

„Fyrstu mánuðurnir hjá nýju liði hafa gengið vonum framar, ótrúlega vel. ég var mjög snöggur að aðlagast. Liðið spilar vel og ég eignaðist barn úti svo það er allt í blóma þar. Lífið leikur við mig þessa dagana og ég er mjög glaður," segir Nökkvi.

Nökkvi vonast að sjálfsögðu eftir því að spila sinn fyrsta landsleik í dag.

„Maður vonast alltaf eftir því að fá mínútur og vonandi koma þær. Mér lýst vel á þetta, við erum með marga góða leikmenn. Vallaraðstæður eru ekki frábærir en gæðin eru góð og tempóið hátt. Það eru flottir karakterar í liðinu og ég er spenntur fyrir komandi leik. Það er flott að hafa reynslubolta í hópnum sem aga menn til og passa upp á að þetta fari ekki í einhvern fíflagang. Við erum með mjög hæfileikaríka leikmenn og þetta er góð blanda."

Leikur Eistlands og Íslands hefst klukkan 17:00 í dag, hann verður sýndur beint á Viaplay og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner