Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. febrúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander Ívan og Kristján skrifa undir á Grenivík
Alexander Ívan Bjarnason.
Alexander Ívan Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni Grenivík hefur samið við tvo leikmenn um að leika með liðinu í 2. deild karla næsta sumar.

Alexander Ívan Bjarnason og Kristján Már Guðmundsson skrifuðu undir samninga við Magna um helgina.

Alexander er 22 ára gamall miðjumaður sem uppalinn er í Þór. Hann spilaði í fyrra 19 leiki fyrir Magna í Lengjudeildinni og skoraði í þeim eitt mark.

Kristján er 20 ára gamall sóknarmaður sem er einnig uppalinn í Þór en skipti yfir í KA í 3. flokki. Hann er að koma til baka eftir erfið meiðsli og ætlar að taka slaginn með Magna í sumar.

Magni féll úr Lengjudeildinni síðasta sumar á markatölu og mun því leika í 2. deild næsta sumar.

Það eru góðar fréttir sem við færum ykkur á þessum fallega laugardegi!
Alexander Ívan Bjarnason og Kristján Már...

Posted by Magni Grenivík on Laugardagur, 6. febrúar 2021

Athugasemdir
banner
banner
banner