mán 08. febrúar 2021 19:40
Brynjar Ingi Erluson
Axel Óskar til Riga FC (Staðfest)
Axel Óskar Andrésson er mættur til Riga FC
Axel Óskar Andrésson er mættur til Riga FC
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslenski varnarmaðurinn Axel Óskar Andrésson samdi í dag við lettneska meistaraliðið Riga FC en hann greinir frá þessu á Instagram.

Axel er 23 ára gamall og uppalinn í Aftureldingu en samdi við enska B-deildarliðið Reading árið 2016.

Reading lánaði hann til Bath City, Torquay United og Viking í Noregi áður en norska félagið keypti hann í desember árið 2018.

Hann gerði þá þriggja ára samning við félagið en Axel spilaði sautján deildarleiki fyrir Viking á síðasta ári.

Riga FC komst að samkomulagi við Viking um kaupverð á honum á dögunum og hefur hann nú skrifað undir samning við félagið.

Riga hefur unnið lettnesku deildina síðustu þrjú árin.
Athugasemdir
banner
banner
banner