Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 08. febrúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zoran Plazonic farinn frá Vestra
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Króatíski miðjumaðurinn Zoran Plazonic verður ekki áfram í herbúðum Vestra.

Hann er búinn að semja við NK GOŠK í heimalandi sínu en þetta kemur fram á staðarmiðlinum þar.

Plazonic er 32 ára gamall og hefur leikið með Vestra síðustu þrjú tímabil. Hann hjálpaði liðinu að komast upp úr 2. deild og var valinn í lið ársins í þeirri deild árið 2019.

Hann spilaði í fyrra 13 leiki í deild og bikar þegar Vestri hafnaði í sjöunda sæti Lengjudeildar karla.
Athugasemdir
banner
banner