
Grótta tilkynnti í dag að gríski sóknarmaðurinn Leonidas Baskas væri búinn að skrifa undir tveggja ára samning við félagið.
Leonidas (2004) kom frá Grikklandi á síðasta ári og í tilkynningu Gróttu kemur fram að hann hefur leikið virkilega vel með 2. flokki sem fór upp um deild síðasta sumar.
„Þá hefur hann komið inn með krafti á æfingar meistaraflokksins. Við erum spennt fyrir því að sjá Miðjarðarhafstakta á Vivaldi í framtíðinni. Til hamingju Leon!"
Leonidas (2004) kom frá Grikklandi á síðasta ári og í tilkynningu Gróttu kemur fram að hann hefur leikið virkilega vel með 2. flokki sem fór upp um deild síðasta sumar.
„Þá hefur hann komið inn með krafti á æfingar meistaraflokksins. Við erum spennt fyrir því að sjá Miðjarðarhafstakta á Vivaldi í framtíðinni. Til hamingju Leon!"
Arnar Axelsson, þjálfari 2. flokks karla talar vel um Leon:
„Leon hefur staðið sig virkilega vel hjá okkur í 2. flokknum eftir komu hans frá Grikklandi. Hann fellur vel inn í hugmyndafræði Gróttu þar sem við gefum ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri til að þróa sinn leik. Það verður spennandi að fylgjast með honum takast á við næstu skref hjá okkur.“
Athugasemdir