Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
banner
   lau 08. febrúar 2025 17:30
Sölvi Haraldsson
Lengjubikar kvenna: Unnur Dóra með fernu gegn Fylki - Nadía Steinunn hetja ÍA
Unnur Dóra skoraði fernu í dag.
Unnur Dóra skoraði fernu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH og Stjarnan mættust í Lengjubikarnum í dag klukkan 11:00 í Skessunni. Hildur Katrín Snorradóttir skoraði fyrsta mark leiksins á innan við mínútu sem reyndist vera sigurmarkið. 1-0 fór leikurinn fyrir FH.


Víkingskonur sóttu 2-1 sigur í Fjarðabyggðarhöllina í dag. Erna Guðrún og Ísfold Marý skoruðu mörk Víkinga í fyrri hálfleik en Björg Gunnlaugsdóttir minnkaði muninn úr vítaspyrnu fyrir heimakonur eftir að Áslaug Dóra lét reka sig útaf. 10 Víkingskonur héldu þetta út og unnu sterkan sigur fyrir austan.

Skagakonur fengu KR-inga í heimsókn. Katla Guðmundsdóttir kom gestunum yfir um miðjan fyrri hálfleik en Erla Karítas skoraði tvö mörk á skömmum tíma og ÍA leiddi 2-1 í hálfleik. 

Sóley María jafnaði snemma seinni hálfleiks fyrir KR en Nadía Steinunn skoraði þá 2 mörk undir lok leiks á tveimur mínútum sem tryggði Skagakonum 4-2 sigur í dag.

Í Árbænum mættust Fylkir og Þróttur Reykjavík sem endaði með 7-1 sigri gestanna úr Laugardalnum. Staðan var 3-1 í hálfleik eftir frábæra byrjun gestanna sem kláruðu svo leikinn í seinni hálfleik. Unnur Dóra Bergsdóttir skoraði fjögur mörk í leiknum.

FH 1 - 0 Stjarnan

1-0 Hildur Katrín Snorradóttir ('1 )

FHL 1 - 2 Víkingur R.

0-1 Erna Guðrún Magnúsdóttir ('10 )

0-2 Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('37 )

1-2 Björg Gunnlaugsdóttir ('51 , Mark úr víti)

Rautt spjald: Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir , Víkingur R. ('50)

ÍA 4 - 2 KR

0-1 Katla Guðmundsdóttir ('26 )

1-1 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('27 )

2-1 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('40 )

2-2 Sóley María Davíðsdóttir ('60 )

3-2 Nadía Steinunn Elíasdóttir ('86 )

4-2 Nadía Steinunn Elíasdóttir ('88 )

Rautt spjald: Emilía Ingvadóttir , KR ('62)

Fylkir 1 - 7 Þróttur R.

0-1 Unnur Dóra Bergsdóttir ('2 )

0-2 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('14 )

0-3 Unnur Dóra Bergsdóttir ('21 )

1-3 Guðrún Þóra Geirsdóttir ('40 )

1-4 Unnur Dóra Bergsdóttir ('68 )

1-5 Unnur Dóra Bergsdóttir ('76 )

1-6 Þórdís Nanna Ágústsdóttir ('79 )

1-7 Kristrún Rut Antonsdóttir ('92 )


Athugasemdir
banner
banner
banner