mið 08. mars 2023 20:12
Ívan Guðjón Baldursson
Frestað upphafsflautinu tvö kvöld í röð
Mynd: EPA

Fresta þurfti upphafsflautinu í viðureign Tottenham gegn AC Milan um tíu mínútur vegna umferðarteppu sem báðar liðsrúturnar festust í.


Þetta er annað kvöldið í röð sem fresta þarf upphafsflauti á Meistaradeildarleik í London vegna mikillar bílaumferðar, en það gerðist líka í gær þegar Chelsea sló Borussia Dortmund úr leik.

Upphafsflautinu var frestað um tíu mínútur í báðum tilvikum á meðan aðrir leikir fóru af stað á tilsettum tíma. Benfica rúllaði yfir Club Brugge í gærkvöldi og þá er risaslagur FC Bayern gegn PSG farinn af stað í kvöld.

Bæði Tottenham og PSG eru 1-0 undir og þurfa því sigra í kvöld til að komast áfram. Ljóst er að þraut Parísarliðsins verður talsvert þyngri á gífurlega erfiðum Allianz Arena.


Athugasemdir
banner
banner
banner