Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 08. mars 2023 21:38
Ívan Guðjón Baldursson
Verratti rændur og Bayern komst yfir - Sommer sagði nei
Mynd: EPA

FC Bayern er í draumastöðu í einvígi sínu við Frakklandsmeistara PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.


Bayern vann fyrri leikinn á útivelli, 0-1, og voru Bæjarar heppnir að lenda ekki undir í heimaleiknum sem er í gangi þessa stundina. Matthijs de Ligt bjargaði þá meistaralega frá Vitinha á marklínu.

Í síðari hálfleik kom Bayern boltanum í netið en markið ekki dæmt gilt vegna rangstöðu. Það leið ekki á löngu þar til Bæjarar komu boltanum aftur í netið og í þetta skiptið fékk markið að standa þrátt fyrir hávær mótmæli PSG með Marco Verratti í fararbroddi.

Verratti var ósáttur því hann taldi brotið á sér í aðdragandanum, en svo reyndist ekki vera. Hápressa Bayern skilaði góðum árangri og tapaði Verratti boltanum klaufalega á afar slæmum stað, eins og má sjá hér fyrir neðan.

PSG reyndi að svara strax fyrir sig en Yann Sommer sá vel við Sergio Ramos sem skallaði hornspyrnu frá Lionel Messi á rammann.

Sjáðu mark Eric Maxim Choupo-Moting
Sjáðu markvörslu Yann Sommer


Athugasemdir
banner
banner
banner