Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 08. apríl 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Jimmy Greaves á sjúkrahúsi
Mynd: Getty Images
Jimmy Greaves, markahæsti leikmaður í sögu Tottenham, var í gær lagður inn á sjúkrahús. Tottenham greindi frá þessu á Twitter síðu sinni í gærkvöldi.

Greaves er ekki að glíma við kórónaveiruna en heilsa hans hefur hins vegar ekki verið góð undanfarið. Hann er þó enn með meðvitund á sjúkrahúsinu.

Greaves fékk hjartaáfall fyrir fimm árum síðan og við það hrakaði heilsu hans.

„Við erum í sambandi við fjölskyldu hans og munum koma með frekari fréttir síðar. Allir hjá félaginu senda bestu kveðjur til Jimmy og fjölskyldu hans," sagði í yfirlýsingu frá Tottenham.

Hinn 80 ára gamli Greaves skoraði 266 mörk með Tottenham á ferlinum en hann vann einnig HM 1966 með enska landsliðinu.

Greaves skoraði 44 mörk í 57 landsleikjum með enska landsliðinu á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner