Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 08. apríl 2020 13:18
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Leikmenn ÍA sagðir ósáttir eftir launalækkun
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Samkvæmt heimildum Vísis var ákvörðun um launalækkun hjá meistaraflokki ÍA í karlaflokki tekin án samráðs við leikmenn liðsins.

Vísir segir að leikmenn ÍA hafi aðeins fengið helming launa sinna greidd um síðustu mánaðamót. Launaskerðingar verða einnig umtalsverðar næstu tvo mánuðina.

Sagt er að óánægja sé innan leikmannahópsins með það hvernig staðið hafi verið að málum. Þó séu leikmenn meðvitaðir um að þeir þurfa að gefa eftir einhver laun vegna kórónaveirufaraldursins.

Samkvæmt heimildum Vísis verður staðan hjá ÍA varðandi launamál tekin þegar skipulagðar æfingar hjá liðinu hefjast á ný.

Geir Þorsteinsson, nýr framkvæmdastjóri ÍA, greindi í byrjun mánaðarins frá launalækkunum félagsins í pistli hjá Skessuhorni.

„Stjórn félagsins ákvað, sem fyrsta skref, að beita neyðarúrræðum strax um þessi mánaðamót og skerða launagreiðslur til þjálfara og leikmanna umtalsvert. Ráðstöfunin er sársaukafull en nýtur skilnings þessara aðila sem er gott dæmi um að okkar fólk er með stórt ÍA hjarta," sagði Geir meðal annars í pistlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner