Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 08. apríl 2020 18:00
Magnús Már Einarsson
Sanchez ekki til í launalækkun til að fara frá Man Utd
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez ætlar að vera áfram í herbúðum Manchester United í sumar frekar en að taka á sig launalækkun til að fara annað. ESPN segir frá þessu.

Hinn 31 árs gamli Sanchez var lánaður til Inter en sá lánssamningur rennur út í sumar.

Inter er að greiða hluta af launum Sanchez en hann á ennþá tvö ár eftir af samningi sínum hjá Manchester United.

Sanchez er tilbúinn í að ganga alfarið í raðir Inter í sumar en hann vill ekki lækka í launum.

Sílemaðurinn er sagður fá 500 þúsund pund í laun á viku og erfitt verður fyrir önnur félög að taka við þeim launapakka.
Athugasemdir
banner
banner
banner