Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. apríl 2021 18:00
Aksentije Milisic
Byrjunarlið ensku liðanna: De Gea mættur í markið - Aubameyang bekkjaður
Mynd: Getty Images
Bekkjaður.
Bekkjaður.
Mynd: Getty Images
Átta liða úrslitin í Evrópudeildinni hefjast í kvöld en tvö lið frá Englandi eru í keppninni.

Arsenal mætir Slavia Prague á Emirates leikvangnum í kvöld og á sama tíma mætast Granada og Manchester United á Spáni.

Byrjunarliðin fyrir þessa leiki eru dottin í hús en báðir leikirnir hefjast klukkan 19:00.

Hjá Arsenal er Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði liðsins, á bekknum. Emile Smith-Rowe, Bukayo Saka, Willian og Alexandre Lacazette byrja allir.

Ole Gunnar Solskjær hefur valið lið sitt sem byrjar á Spáni en hann treystir á David de Gea í markinu. Marcus Rashford byrjar leikinn þrátt fyrir að vera tæpur og þá er Mason Greenwood uppi á toppnum. Edinson Cavani er á bekknum.

Arsenal: Leno, Bellerin, Holding, Gabriel, Cedric, Thomas, Xhaka, Willian, Smith Rowe, Saka, Lacazette
(Varamenn: Ryan, Hein, Mari, Lopez, Elneny, Ceballos, Azzez, Pepe, Nelson, Nketiah, Martinelli, Aubameyang)

Manchester United: De Gea; Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Shaw; Pogba, McTominay; James, Fernandes, Rashford, Greenwood.
(Varamenn: Cavani, Mata, Grant, Fred, Amad, Henderson, Telles, Matic, Williams, de Beek, Tuanzebe, Elanga)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner