Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 08. maí 2021 09:40
Brynjar Ingi Erluson
Barnes: Væri ekki vitlaust fyrir Liverpool að sækja Suarez í sumar
Luis Suarez hefur spilað vel með Atlético
Luis Suarez hefur spilað vel með Atlético
Mynd: Getty Images
John Barnes, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, segir að Liverpool eigi að skoða þann möguleika á að fá úrúgvæska framherjann Luis Suarez aftur til félagsins í sumar.

Suarez er 34 ára gamall og átti afar góða tíma hjá Liverpool en hann var einn besti leikmaður deildarinnar þau fjögur tímabil sem hann spilaði með liðinu.

Hann skoraði 82 mörk í 133 leikjum áður en hann var seldur til Barcelona árið 2014.

Suarez hélt áfram að raða inn mörkum hjá Barcelona en félagið lét hann fara eftir síðasta tímabil og gekk hann í raðir Atlético og gerði tveggja ára samning.

Hann sannaði fyrir Börsungum að hann á nóg eftir en hann er með 21 mark í 36 leikjum og virðist vera í góðu formi en Barnes segir að Suarez væri fullkominn inn í liðið hans Jürgen Klopp.

„Ef Liverpool gæti fengið Suarez á frjálsri sölu þá myndi þetta henta vel en það fer eftir því hvort hann vilji spila í hverri viku eða hvort hann yrði ánægður með að fá takmarkaðan spiltíma og vera partur af hópnum. Ég er ekki viss um að hann geti spilað í hverri viku," sagði Barnes.

„Það sem þarf að passa með svona félagaskipti er að þú verður að vera viss um að leikmaðurinn hafi ekki neikvæð áhrif á hópinn."

„Liverpool þarf svolítið að finna liðsandann á ný og til þess að gera það þá þurfa leikmennirnir að vera ánægðir með hlutverkin sem þeir fá. Ef Luis getur gert þetta þá væri það frábært að fá hann inn í liðið."

„Ég er líka viss um að stuðningsmennirnir myndu elska það að fá Luis aftur og ég er líka að spá í því hvort þeir myndu brjálast ef hann myndi ekki fá mikinn spiltíma,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner