Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   lau 08. maí 2021 18:17
Brynjar Óli Ágústsson
Maggi: Við gefumst aldrei upp
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Afturelding var mjög ánægður með sína menn eftir að þeir náðu marki í lokamínútu sem gaf þeim jafntefli á móti Kórdrengjum.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Kórdrengir

„Þokkaleg framistaða hjá okkur, menn héldu alltaf áfram, gáfust aldrei upp,'' segir Magnús Már eftir jafntefli gegn Kórdrengjum.

„Það reyndi á þolinmæði okkar þegar við reyndum að brjóta þá niður eftir að við lentum undir, vorum að reyna það og gekk hægt á köflum, en við náðum að halda áfram, við gáfumst aldrei upp.''

„Orri sem kom inná sem varamaður gerði þetta mjög vel, hann var klókur og við náðum þessu fína jöfnunarmarki.''

Þórir Rafn, leikmaður Kórdrengja, fékk rautt spjald rétt fyrir jöfnunarmarkið.

„(Rauða spjaldið) kemur alveg í lokin, auðvitað erum við einum fleiri þarna inn í boxinu. Kannski losnaði aðeins um Orra. En ég held að það hafi ekki skipt of miklu máli þessar síðustu 5 mínúturnar sem við vorum fleiri,'' segir Maggi.

Afturelding keypti vel reyndan mann frá Spáni í vikunni.

„Pedro Vazquez er að koma til okkar og verður með í næsta leik, hann er búinn að spila yfir 300 leiki á Spáni í næstefstu og þriðju efstu deild þar. Hann kemur með mikil gæði og reynslu inn í okkar hóp.''

Afturelding eru spáðir í 9. sæti í Lengjudeildinni.

„Við ætlum að gera meira og ætlum að gera betra. Við lentum í 8. sæti í fyrra og við viljum endar ofar en það. Markmiðið okkar er að gera betur en í fyrra.'' segir Maggi.



Athugasemdir
banner
banner