Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   lau 08. maí 2021 18:17
Brynjar Óli Ágústsson
Maggi: Við gefumst aldrei upp
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Afturelding var mjög ánægður með sína menn eftir að þeir náðu marki í lokamínútu sem gaf þeim jafntefli á móti Kórdrengjum.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Kórdrengir

„Þokkaleg framistaða hjá okkur, menn héldu alltaf áfram, gáfust aldrei upp,'' segir Magnús Már eftir jafntefli gegn Kórdrengjum.

„Það reyndi á þolinmæði okkar þegar við reyndum að brjóta þá niður eftir að við lentum undir, vorum að reyna það og gekk hægt á köflum, en við náðum að halda áfram, við gáfumst aldrei upp.''

„Orri sem kom inná sem varamaður gerði þetta mjög vel, hann var klókur og við náðum þessu fína jöfnunarmarki.''

Þórir Rafn, leikmaður Kórdrengja, fékk rautt spjald rétt fyrir jöfnunarmarkið.

„(Rauða spjaldið) kemur alveg í lokin, auðvitað erum við einum fleiri þarna inn í boxinu. Kannski losnaði aðeins um Orra. En ég held að það hafi ekki skipt of miklu máli þessar síðustu 5 mínúturnar sem við vorum fleiri,'' segir Maggi.

Afturelding keypti vel reyndan mann frá Spáni í vikunni.

„Pedro Vazquez er að koma til okkar og verður með í næsta leik, hann er búinn að spila yfir 300 leiki á Spáni í næstefstu og þriðju efstu deild þar. Hann kemur með mikil gæði og reynslu inn í okkar hóp.''

Afturelding eru spáðir í 9. sæti í Lengjudeildinni.

„Við ætlum að gera meira og ætlum að gera betra. Við lentum í 8. sæti í fyrra og við viljum endar ofar en það. Markmiðið okkar er að gera betur en í fyrra.'' segir Maggi.



Athugasemdir
banner