Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 08. maí 2021 18:17
Brynjar Óli Ágústsson
Maggi: Við gefumst aldrei upp
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Afturelding var mjög ánægður með sína menn eftir að þeir náðu marki í lokamínútu sem gaf þeim jafntefli á móti Kórdrengjum.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Kórdrengir

„Þokkaleg framistaða hjá okkur, menn héldu alltaf áfram, gáfust aldrei upp,'' segir Magnús Már eftir jafntefli gegn Kórdrengjum.

„Það reyndi á þolinmæði okkar þegar við reyndum að brjóta þá niður eftir að við lentum undir, vorum að reyna það og gekk hægt á köflum, en við náðum að halda áfram, við gáfumst aldrei upp.''

„Orri sem kom inná sem varamaður gerði þetta mjög vel, hann var klókur og við náðum þessu fína jöfnunarmarki.''

Þórir Rafn, leikmaður Kórdrengja, fékk rautt spjald rétt fyrir jöfnunarmarkið.

„(Rauða spjaldið) kemur alveg í lokin, auðvitað erum við einum fleiri þarna inn í boxinu. Kannski losnaði aðeins um Orra. En ég held að það hafi ekki skipt of miklu máli þessar síðustu 5 mínúturnar sem við vorum fleiri,'' segir Maggi.

Afturelding keypti vel reyndan mann frá Spáni í vikunni.

„Pedro Vazquez er að koma til okkar og verður með í næsta leik, hann er búinn að spila yfir 300 leiki á Spáni í næstefstu og þriðju efstu deild þar. Hann kemur með mikil gæði og reynslu inn í okkar hóp.''

Afturelding eru spáðir í 9. sæti í Lengjudeildinni.

„Við ætlum að gera meira og ætlum að gera betra. Við lentum í 8. sæti í fyrra og við viljum endar ofar en það. Markmiðið okkar er að gera betur en í fyrra.'' segir Maggi.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner