Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   lau 08. maí 2021 18:17
Brynjar Óli Ágústsson
Maggi: Við gefumst aldrei upp
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Afturelding var mjög ánægður með sína menn eftir að þeir náðu marki í lokamínútu sem gaf þeim jafntefli á móti Kórdrengjum.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Kórdrengir

„Þokkaleg framistaða hjá okkur, menn héldu alltaf áfram, gáfust aldrei upp,'' segir Magnús Már eftir jafntefli gegn Kórdrengjum.

„Það reyndi á þolinmæði okkar þegar við reyndum að brjóta þá niður eftir að við lentum undir, vorum að reyna það og gekk hægt á köflum, en við náðum að halda áfram, við gáfumst aldrei upp.''

„Orri sem kom inná sem varamaður gerði þetta mjög vel, hann var klókur og við náðum þessu fína jöfnunarmarki.''

Þórir Rafn, leikmaður Kórdrengja, fékk rautt spjald rétt fyrir jöfnunarmarkið.

„(Rauða spjaldið) kemur alveg í lokin, auðvitað erum við einum fleiri þarna inn í boxinu. Kannski losnaði aðeins um Orra. En ég held að það hafi ekki skipt of miklu máli þessar síðustu 5 mínúturnar sem við vorum fleiri,'' segir Maggi.

Afturelding keypti vel reyndan mann frá Spáni í vikunni.

„Pedro Vazquez er að koma til okkar og verður með í næsta leik, hann er búinn að spila yfir 300 leiki á Spáni í næstefstu og þriðju efstu deild þar. Hann kemur með mikil gæði og reynslu inn í okkar hóp.''

Afturelding eru spáðir í 9. sæti í Lengjudeildinni.

„Við ætlum að gera meira og ætlum að gera betra. Við lentum í 8. sæti í fyrra og við viljum endar ofar en það. Markmiðið okkar er að gera betur en í fyrra.'' segir Maggi.



Athugasemdir
banner
banner