Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Gefur í skyn að Zidane gæti tekið við PSG
Zinedine Zidane
Zinedine Zidane
Mynd: EPA
Noel Le Graet, forseti franska knattspyrnusambandsins, hefur gefið það í skyn að Zinedine Zidane gæti tekið við Paris Saint-Germain í sumar.

Zidane hefur verið án starfs síðan í maí á síðasta ári er hann hætti með Real Madrid í annað sinn.

Hann hefur tekið því rólega og eytt tíma með fjölskyldu sinni en gæti verið að snúa aftur í boltann.

Le Graet og Zidane þekkjast vel en hann var spurður í það hvort Zidane gæti tekið við franska landsliðinu í framtíðinni.

„Maður verður að passa sig hvað maður segir. Zidane hefur sýnt Madrid að hann hefur gæði sem jafnvel erfitt væri að ímynda sér. Í augum Frakka þá gæti hann verið sá sem tekur við keflinu en það er markmiðið. Sjáum til, ef leiðir skilja hjá mér og Didier, þá verður Zidane klárlega einn af kostunum."

„Zidane gæti tekið við PSG og til að taka við franska landsliðinu þá þyrfti viðkomandi að vera laus,"
sagði hann ennfremur og gaf þar í skyn að Zidane gæti verið nálægt því að snúa aftur.

Mauricio Pochettino verður að öllum líkindum látinn fara frá PSG en Antonio Conte hefur til þessa verið orðaður við starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner