Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 08. maí 2022 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Venezia ekki sagt sitt síðasta í fallbaráttunni
Venezia ætlar ekki að gefast upp
Venezia ætlar ekki að gefast upp
Mynd: EPA
Salernitana er í ágætis stöðu fyrir síðustu tvo leikina
Salernitana er í ágætis stöðu fyrir síðustu tvo leikina
Mynd: Getty Images
Íslendingalið Venezia hefur ekki sagt sitt síðasta í fallbaráttuslagnum í Seríu A á Ítalíu en liðið vann magnaðan 4-3 sigur á Bologna í dag á meðan Salernitana og Cagliari skildu jöfn, 1-1.

Fallbaráttan er að opnast upp á gátt. Salernitana gat komið sér þægilega fyrir með því að vinna Cagliari og náði liðið forystu á 68. mínútu þökk sé vítaspyrnu Simone Verdi.

Giorgio Altare eyðilagði hins vegar stemninguna með því að jafna fyrir Cagliari undir lok leiks og lokatölur 1-1. Eins og staðan er núna er því Salernitana einu sæti fyrir ofan fallsæti með 30 stig en Cagliari í 18. sætinu með 29 stig þegar tveir leikir eru eftir.

Spezia tapaði á meðan fyrir Atalanta, 3-1. Staðan var 1-1 í hálfleik en Berat Djimsiti og Mario Pasalic lönduðu sigrinum fyrir gestina og því enn möguleiki á að ná Evrópudeildarsæti fyrir næsta tímabil en liðið er með 59 stig, jafnmörg og Roma, sem situr í 6. sæti og er í síðasta Evrópudeildarsætinu.

Það voru ágætis líkur á því að Venezia myndi falla í dag en önnur úrslit féllu með þeim og þá tókst botnlinuð að vinna Bologna í sjö marka leik, 4-3.

Liðið náði tveggja marka forystu í leiknum en Bologna kom til baka og skoraði þrjú í gegnum Riccardo Orsolini, Marko Arnautovic og Jerdy Schouten.

Venezia gaf sig ekki og vann liðið vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok sem Mattia Aramu skoraði úr. Dennis Johnsen gerði svo sigurmark Feneyja-liðsins undir lok leiks og tryggði fyrsta sigurinn síðan í febrúar. Arnór Sigurðsson var ekki með í dag vegna meiðsla.

Venezia er áfram á botninum en nú með 25 stig, fimm stigum frá Salernitana þegar tveir leikir eru eftir. Það verða því ansi spennandi þessar síðustu tvær umferðir í deildinni.

Úrslit og markaskorarar:

Salernitana 1 - 1 Cagliari
1-0 Simone Verdi ('68 , víti)
1-1 Giorgio Altare ('90 )

Spezia 1 - 3 Atalanta
0-1 Luis Muriel ('16 )
1-1 Daniele Verde ('30 )
1-2 Berat Djimsiti ('73 )
1-3 Mario Pasalic ('87 )

Venezia 4 - 3 Bologna
1-0 Thomas Henry ('4 )
2-0 Sofian Kiyine ('19 )
2-0 Sofian Kiyine ('19 , Misnotað víti)
2-1 Riccardo Orsolini ('45 )
2-2 Marko Arnautovic ('55 )
2-3 Jerdy Schouten ('68 )
3-3 Mattia Aramu ('78 , víti)
4-3 Dennis Johnsen ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner