Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   lau 08. júní 2019 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: VG 
Lagerback gagnrýndi leikmenn sína
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Noregs, var ekki sáttur eftir 2-2 jafntefli gegn Rúmeníu í undankeppni EM í gær.

Noregur komst í 2-0 með mörkum frá Tarik Elyounoussi og Martin Ödegaard. Seinna mark Noregs, sem Ödegaard skoraði, kom þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Þrátt fyrir að lítið væri eftir missti Noregur forystuna frá sér og urðu lokatölur 2-2.

Lagerback gagnrýndi leikmenn sína eftir leikinn og sagði þá hafa misst hausinn.

„Tilfinningin er eins og við höfum tapað leiknum," sagði Lagerback eftir leikinn. „Þetta er eitt versta stig sem ég hef fengið. Því miður þá misstu leikmennirnir hausinn."

Eftir jafnteflið í gær er Noregur aðeins með tvö stig eftir fyrstu þrjá leikina í undankeppninni. Liðið er í fimmta sæti í sínum riðli.

Svíar sáttir
Lagerback er frá Svíþjóð og stýrði hann sænska landsliðinu með fínum árangri frá 2000 til 2009.

Svíþjóð er með Noregi í riðli í undankeppninni. Svíþjóð vann 3-0 sigur á Möltu í gær og fagnaði jafnteflinu á milli Noregs og Rúmeníu.

„Þessi tvö lið koma til með að veita okkur mesta samkeppni um annað sætið. Þetta eru góð úrslit fyrir okkur," sagði Janne Andersson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar, að því er kemur fram á fotbollskanalen.

Miðjumaðurinn Viktor Claesson var sammála Andersson.

„Það er erfitt að átta sig á því hvaða úrslit eru best svona snemma í undankeppninni, en í augnablikinu lítur þetta vel út. Við munum sjá til. Við einbeitum okkur að okkar leikjum."
Athugasemdir
banner