Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. júní 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einungis Modric og sjö aðrir - Búinn að framlengja við Real Madrid
Mynd: Instagram
Luka Modric náði merkum áfanga í fyrradag en hann lék þá sinn 150. landsleik á ferlinum.

Króatía mætti heimsmeisturum frá Frakklandi í Þjóðadeildinni og urðu lokatölur 1-1.

Það eru einungis sjö aðrir leikmenn í Evrópu sem hafa afrekað að leika 150 eða fleiri landsleiki. Cristiano Ronaldo (Portúgal) er leikjahæstur með 188 og fer leikjunum fjölgandi þar.

Næstir á eftir eru þeir Sergio Ramos (Spánn, 180), Gianluigi Buffon (Ítalía, 176), Vitalijs Astafjevs (167, Lettland), Iker Casillas (Spánn, 167), Martin Reim (Eistland, 157) og svo þeir Lothar Matthaus (Þýskaland) og Modric jafnir með 150 leiki.

Modric er 36 ára gamall og vann á dögunum Meistaradeildina í fimmta sinn á sínum ferli. Hann er miðjumaður og var valinn besti leikmaður heims árið 2018.

Í morgun tilkynnti Real Madrid að hann hefði framlengt samning sinn við félagið til 2023.




Athugasemdir
banner
banner
banner