Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   fim 08. júní 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Barcelona virðir ákvörðun Messi - Vill minni kröfur og fjarlægast sviðsljósið
Mynd: EPA

Lionel Messi tilkynnti í gær að hann muni spila með Inter Miami í MLS deildinni.


Barcelona reyndi hvað þeir gátu að næla í leikmanninn aftur en hann fór frá félaginu árið 2021 til PSG vegna fjárhagsvandræða spænska félagsins.

Messi sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær að hann treysti sér ekki aftur til Barcelona þar sem hann vill fá að taka ákvarðanir sjálfur um ferilinn.

Barcelona sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið.

„Jorge Messi, faðir leikmannsins og umboðsmaður sagði Joan Laporta forseta félagsins frá ákvörðuninni að fara til Inter Miami á mánudaginn. Laporta virti ákvörðun Messi að vilja spila við minni kröfur og lengra frá sviðsljósinu og pressunni sem hann hefur verið með á sér síðustu ár," segir í yfirlýsingu frá félaginu.

„Laporta og Jorge Messi ákváðu að vinna saman að almennilegum viðburði þar sem stuðningsmenn Barcelona geta vottað leikmanni sem hefur, er og verður alltaf elskaður af Barcleona, virðingu sína."


Athugasemdir
banner
banner
banner