Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   fim 08. júní 2023 10:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við lofuðum honum því að hann megi fara"
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: EPA
Declan Rice endaði dvöl sína hjá West Ham með því að lyfta bikar, en félagið vann í gær Sambandsdeildina eftir úrslitaleik gegn Fiorentina frá Ítalíu.

Rice, sem er enskur landsliðsmaður, vildi lítið ræða framtíð sína eftir leikinn en David Sullivan, stjórnarformaður félagsins, hefur staðfest að miðjumaðurinn sé á förum í sumar.

Rice er 24 ára gamall miðjumaður sem er uppalinn hjá West Ham og hefur hann gert mikið fyrir félagið. Hann verður örugglega seldur á meira en 100 milljónir punda í sumar en stærstu félög Englands vilja fá hann í sínar raðir og þá hefur hann verið orðaður við Bayern München í Þýskalandi.

„Við lofuðum honum því að hann megi fara," sagði Sullivan eftir leikinn í gær.

„Við viljum auðvitað ekki að það gerist. Við buðum honum 200 þúsund pund í vikulaun fyrir 18 mánuðum og hann hafnaði því. Þú getur ekki haldið í leikmann sem vill ekki vera hérna."

Sjá einnig:
Rice um framtíð sína: Njóta kvöldsins og sjá svo hvað gerist
Athugasemdir
banner
banner