Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   lau 08. júní 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Arnór fékk treyju frá fyrrum liðsfélaga - „Ótrúlega góður í fótbolta og sér leikinn betur en flest aðrir“
Icelandair
Arnór SIgurðsson tekur hér í hönd Trent Alexander-Arnold eftir leikinn
Arnór SIgurðsson tekur hér í hönd Trent Alexander-Arnold eftir leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Wharton
Adam Wharton
Mynd: Getty Images
Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn Rovers og íslenska landsliðsins, mætti sínum gamla liðsfélaga Adam Wharton í 1-0 sigrinum á Englandi í gær.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Arnór og Wharton spiluðu saman hjá Blacburn fyrri hluta síðustu leiktíðar áður en Englendingurinn var seldur til Crystal Palace.

Wharton hefur náð langt á stuttum tíma. Hann var einn af bestu mönnum Palace eftir áramót og vann sér sæti í enska landsliðinu fyrir Evrópumótið.

Hann hefur komið sér vel fyrir í hópnum en Arnór talaði við Fótbolta.net um miðjumanninn.

„Hann er geggjaður og ótrúlega stoltur af honum. Ég talaði við hann eftir leikinn og bara þvílíkt 'humble' gæi sem að mun fara alla leið á toppinn, það er engin spurning. Þó hann sé ungur þá er hann samt kominn langt á stuttum tíma.“

„Ég sagði einmitt við hann hvort hann væri búinn að 'synca' inn. Hann sagði bara: Nei, þetta er svo mikið í einu. En það er ógeðslega gaman að fylgjast með honum.“


Hvað er það gerir hann svona góðan leikmann?

„Hann er bara svo ótrúlega góður í fótbolta og sér bara leikinn betur en flest aðrir. Bæði með Palace og nú í síðasta leik með Englandi þá kemur hann inn og er besti leikmaðurinn. Gaman að fylgjast með honum taka skrefið og hann mun fara enn þá lengra.“

Arnór var ekkert að stríða honum yfir úrslitunum og mun ekki gera það.

„Ég var nú rólegur núna og óskaði honum góðs gengis. Það er ekkert hægt að stríða honum núna þar sem hann er stjarna núna en nei ég vona að hann og England fari langt á EM. Það er einhvern veginn alltaf sjarmi við það,“ sagði Arnór í lokin.

Þeir skiptust á treyjum í lok leiks eins og Arnór greindi frá á X í gær.


Extra sætt að koma til baka í þessum leik - „Þegar við þögguðum niður í Englendingum þá stigu þeir upp“
Athugasemdir
banner
banner
banner