„Ánægður fyrir hönd stelpnanna sem lögðu mikla vinnu í þennan leik. Lentum svolítið í holu í byrjun, Tindastóll fannst mér byrja betur og auðvitað skora þetta mark, kemur óheppilega þegar Sóley er út af að fá aðhlynningu en gott mark hjá þeim.Þá fannst mér leiðtogarnir í liðinu stíga upp og trekkja liðið í gang“ Þetta sagði Ólafur Kristjánsson aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik kvöldsins.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 - 2 Tindastóll
Þróttur skoraði þrjú mörk úr föstum leikatriðum í dag. Er það eitthvað sem Þróttur hefur verið að leggja áherslu á á æfingum.„Guðrúnn er búinn að vera að, eins og maður segir, drilla þetta og Sæunn er með góðan fót og var bara býsna gott í dag.“
Kristrún Rut Antonsdóttir skoraði þrennu í dag„Það er það sem er búið að skorta, okkur er að skora mörk. Liðið lendir í því í síðustu viku að Sierra, sem er búin að vera öflug slítur krossband og lýstum svolítið eftir því að það væri einhver sem myndi stíga upp og Kristrún gerði það svo sannarlega í dag.“
Þetta var fyrsti sigur Þróttar í sumar„Það er búið að vera góður kraftur í stelpunum þrátt fyrir að sigrarnir hafi ekki komið. Frammistöðurnar hafa verið fínar, það er ekki hægt að tala um það endalaust, Það eru hörku leiðtogar í þessu liði, Sæunn og Álfa fyrirliði á miðjunni, frábær í dag og drífur liðið áfram“