Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   lau 08. júní 2024 20:28
Halldór Gauti Tryggvason
Óli Kristjáns: Það eru hörku leiðtogar í þessu liði
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar.
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ánægður fyrir hönd stelpnanna sem lögðu mikla vinnu í þennan leik. Lentum svolítið í holu í byrjun, Tindastóll fannst mér byrja betur og auðvitað skora þetta mark, kemur óheppilega þegar Sóley er út af að fá aðhlynningu en gott mark hjá þeim.Þá fannst mér leiðtogarnir í liðinu stíga upp og trekkja liðið í gang“ Þetta sagði Ólafur Kristjánsson aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik kvöldsins.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  2 Tindastóll

Þróttur skoraði þrjú mörk úr föstum leikatriðum í dag. Er það eitthvað sem Þróttur hefur verið að leggja áherslu á á æfingum.„Guðrúnn er búinn að vera að, eins og maður segir, drilla þetta og Sæunn er með góðan fót og var bara býsna gott í dag.“

Kristrún Rut Antonsdóttir skoraði þrennu í dag„Það er það sem er búið að skorta, okkur er að skora mörk. Liðið lendir í því í síðustu viku að Sierra, sem er búin að vera öflug slítur krossband og lýstum svolítið eftir því að það væri einhver sem myndi stíga upp og Kristrún gerði það svo sannarlega í dag.“

Þetta var fyrsti sigur Þróttar í sumar„Það er búið að vera góður kraftur í stelpunum þrátt fyrir að sigrarnir hafi ekki komið. Frammistöðurnar hafa verið fínar, það er ekki hægt að tala um það endalaust, Það eru hörku leiðtogar í þessu liði, Sæunn og Álfa fyrirliði á miðjunni, frábær í dag og drífur liðið áfram“


Athugasemdir
banner
banner
banner