banner
   mið 08. júlí 2020 10:01
Magnús Már Einarsson
Dier í fjögurra leikja bann fyrir að rjúka upp í stúku
Mynd: Getty Images
Eric Dier, leikmaður Tottenham, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann af enska knattspyrnusambandinu.

Dier er settur í bann eftir að hann rauk upp í stúku eftir tap Tottenham gegn Norwich í enska bikarnum í byrjun mars.

Dier sá að stuðningsmaður Tottenham var að rífast við bróður hans og því ákvað hann að rjúka upp í stúku.

Ekki kom til handalögmála og lögreglan ákvað að gera ekkert í málinu.

Enska knattspyrnusambandið hefur hins vegar dæmt Dier í bann og sektað hann um 40 þúsund pund (7 milljónir króna) að auki.
Athugasemdir
banner
banner
banner