Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 08. júlí 2020 14:41
Magnús Már Einarsson
RB Leipzig fær Hwang frá systurfélaginu (Staðfest)
Hwang í leik gegn Liverpool síðastliðinn vetur.
Hwang í leik gegn Liverpool síðastliðinn vetur.
Mynd: Getty Images
RB Leipzig hefur keypt framherjann Hwang Hee-chan frá systurfélagi sínu Red Bull Salzburg á níu milljónir evra.

Þessi 24 ára gamli Suður-Kóreumaður á að hjálpa til við að fylla skarð Timo Werner sem gekk í raðir Chelsea á dögunum.

Hwang skoraði sextán mörk og lagði upp 22 á nýliðnu tímabili þegar Salzburg vann bæði deild og bikar í Austurríki.

Hwang er sautjándi leikmaðurinn sem fer frá Salzburg til Leipzig á síðustu átta árum en bæði félög eru í eigu austurríska orkudrykkja framleiðandans Red Bull.

Þar sem Hwang er keyptur fyrir næsta tímabil getur hann ekki klárað Meistaradeildina með RB Leipzig í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner