Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. júlí 2021 21:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Kæmi ekkert á óvart ef hann væri ekkert lengur hérna eftir árið 2022"
Vuk gegn uppeldisfélaginu í vor.
Vuk gegn uppeldisfélaginu í vor.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Frábær innkoma í kvöld
Frábær innkoma í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Vuk Oskar Dimitrijevic átti góða innkomu sem varamður í sigri FH gegn Sligo Rovers í kvöld. Vuk lagði upp sigurmarkið fyrir Steven Lennon þegar hann átti fyrirgjöf í kjölfar hornspyrnu sem hann sjálfur tók.

Vuk hefur ekki fengið margar mínútur í liði FH á tímabiinu en margir hafa kallað eftir því að hann fái sénsinn í liðinu. Vuk er tvítugur vinstri kantmaður sem gekk í raðir FH fyrir rúmu ári frá Leikni en spilaði út síðasta tímabil með uppeldisfélaginu.

Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, var spurður út í Vuk í viðtali eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 - 0 Sligo Rovers

„Við setjum Vuk inn á í korter, tuttugu mínútur og frábært að sjá áhrifin sem hann hefur. Hann kemur og leggur upp mark. Það er frábært að sjá að hann, í samstarfi við hina varamennina, þeir gerðu sig gildandi og þeir bjuggu til færi fyrir Vuk í lokin. Það er alveg á hreinu að við munum þurfa að nota hópinn meira en við höfum gert og þeir sýna að þeir eru tilbúnir í slaginn," sagði Davíð.

Er Vuk að nálgast byrjunarliðið?

„Já, ég er allavega að sjá það, og við vissum það alveg, að Vuk er nógu góður til að spila í þessu FH liði. Það er þannig að þú velur byrjunarliðið og kannski telur það vera það lið sem hentar best hverju sinni. Auðvitað höfum við spilað mikið á sama liðinu og það má alveg setja spurningamerki við það. Við höfum mikla trú á þeim leikmönnum sem við höfum valið í byrjunarliðið. Vuk er ungur og fáránlega efnilegur. Ég er handviss um það að hann muni spila einhverja leiki í byrjunarliðinu í ár, ennþá fleiri á næsta ári og það kæmi ekkert á óvart ef hann væri ekkert lengur hérna eftir árið 2022," sagði Davíð.

Björn Daníel Sverrison, samherji Vuk, var einnig spurður út í hans innkomu.

„Mér finnst Vuk frábær fótboltamaður, mjög efnilegur og gaman að sjá hann koma inn á og hann var með aðra góða fyrirgjöf í lokin sem hefði getað endað á Matta. Bara frábær innkoma hjá honum og hann er að sýna að hann vilji spila fleiri mínútur sem er bara jákvætt fyrir okkur," sagði Björn Daníel. Viðtölin í heild má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:
Davíð Þór: Klárlega lið sem við eigum að fara áfram á móti
Björn Daníel: Undir mér komið að geta eitthvað núna
Davíð Þór: Klárlega lið sem við eigum að fara áfram á móti
Björn Daníel: Undir mér komið að geta eitthvað núna
Athugasemdir
banner
banner
banner