Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   mán 08. júlí 2024 20:01
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Níu Grindvíkingar jöfnuðu
Lengjudeildin
Mynd: Akureyri.net/Skapti Hallgrímsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór 2 - 2bGrindavík
0-1 Kwame Quee ('1)
1-1 Rafael Victor ('54)
2-1 Rafael Victor ('77)
2-2 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('90)
Rautt spjald: Eric Vales Ramos, Grindavík ('71)

Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Grindavík

Þór tók á móti Grindavík í eina leik kvöldsins í Lengjudeild karla og úr varð afar spennandi slagur þar sem Grindvíkingar tóku forystuna snemma leiks.

Kwame Quee fékk þá boltann einn og óvaldaður innan vítateigs og negldi boltanum í netið. Þórsarar reyndu að svara fyrir sig en Rafael Victor setti boltann framhjá og var staðan 0-1 eftir bragðdaufan fyrri hálfleik.

Rafael Victor svaraði þó fyrir Þór í seinni hálfleik þar sem hann skoraði tvennu. Fyrra markið kom á 54. mínútu og það seinna á 77. mínútu eftir að hafa fengið góða stungusendingu.

Þórsarar voru einum leikmanni fleiri þegar Rafael skoraði það sem virtist ætla að vera sigurmarkið, en það kom aðeins þremur mínútum eftir að Eric Vales Ramos fékk að líta beint rautt spjald fyrir glannalega tæklingu á miðjum velli.

Á 84. mínútu fékk Nuno Malheiro svo einnig rautt spjald fyrir brot sem aftasti varnarmaður. Hann rændi upplögðu marktækifæri og kláruðu Grindvíkingar leikinn því með 9 leikmenn á vellinum.

Níu Grindvíkingum tókst að gera afar dramatískt jöfnunarmark á lokamínútunum, þegar markverði Þórsara mistókst að handsama skot frá Degi Inga Hammer Gunnarssyni.

Lokatölur 2-2 og er Grindavík með 17 stig og Þór með 14 eftir 11 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner