Leiknir vann 3-2 útisigur á Haukum í 1. deildinni í kvöld eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Haukar sitja enn í sjöunda sæti deildarinnar en Arnar Daði Arnarsson spjallaði við Brynjar Benediktsson, leikmann Hauka, eftir leik.
„Þessi fyrri hálfleikur var rosalegur. Þetta var ótrúlegt," sagði Brynjar en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.
„Við vorum frábærir fyrstu 20 mínútur leiksins, það voru bestu 20 mínútur okkar í sumar. Síðan sofnum við á verðinum. Ég veit ekki hvað gerðist. Menn héldu kannski að þetta væri komið eða ég veit ekki."
„Leiknismenn voru þéttir í seinni hálfleik og þetta var erfitt. Leiknir er með góðan varnarmúr og er bara gott lið sem á skilið að vera á toppnum."
„Við höldum áfram. Það er á hreinu. Það þýðir ekki að hætta núna," sagði Brynjar sem fékk bikar í lok viðtalsins fyrir að hafa skorað flottasta mark fyrri umferðar 1. deildarinnar.
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir