Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. ágúst 2020 13:11
Brynjar Ingi Erluson
Gunnhildur Yrsa í Val (Staðfest)
Gunnhildur Yrsa er mætt í Val
Gunnhildur Yrsa er mætt í Val
Mynd: Valur
Íslenska landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur gert lánssamning við Val út leiktíðina en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Gunnhildur er 31 árs gömul og er uppalin í Stjörnunni en hún hefur spilað erlendis frá árinu 2013.

Hún hefur leikið fyrir félög á borð við Arna-Björnar, Grand Bodö, Stabæk og Vålerenga í Noregi.

Gunnhildur er samningsbundin bandaríska úrvalsdeildarliðinu Utah Royals en hún var síðast á láni hjá Adelaide United í Ástralíu.

Hún er nú komin heim til Íslands og mun spila með Val út þessa leiktíð en þetta er gríðarlega mikill fengur fyrir Íslandsmeistarana sem eru í harðri baráttu við Breiðablik í titilbaráttunni.

Gunnhildur á að baki 71 landsleik og 10 mörk fyrir A-landslið kvenna
Athugasemdir
banner
banner