Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 08. ágúst 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðskonan í Keflavík best hingað til í Lengjudeildinni
Lengjudeildin
Natasha Moraa Anasi.
Natasha Moraa Anasi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Farið var yfir Lengjudeild kvenna í síðasta þætti af Heimavellinum. Fyrsta þriðjungi deildarinnar er lokið.

Knattspyrnuþjálfararnir Aníta Lísa Svansdóttir og Gylfi Tryggvason mættu í heimsókn í þættinum og ræddu við Mist Rúnarsdóttur. Þau fengu heimaverkefni að velja besta leikmann deildarinnar og besta þjálfarann hingað til

Voru þau sammála um að Natasha Moraa Anasi, A-landsliðskonan í Keflavík, væri besti leikmaður deildarinnar hingað til.

„Besti leikmaðurinn er bara besti leikmaðurinn fyrir mér," sagði Gylfi.

„Hún er bara langbest. Hún er að spila á pari við sína getu," sagði Aníta Lísa.

Þau völdu Magnús Örn Helgason, þjálfara Gróttu, sem besta þjálfarann.

„Þú sérð á liðinu að það er vel þjálfað og allir vita sín hlutverk. Þá ertu góður þjálfari," sagði Aníta Lísa en Grótta hefur komið á óvart og er í þriðja sæti sem stendur.
Heimavöllurinn - Uppgjör á fyrsta þriðjungi Lengjudeildarinnar
Athugasemdir
banner
banner
banner