Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. ágúst 2020 12:48
Brynjar Ingi Erluson
Maurizio Sarri rekinn frá Juventus (Staðfest)
Maurizio Sarri rekinn frá Juventus
Maurizio Sarri rekinn frá Juventus
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri hefur verið rekinn frá ítalska meistaraliðinu Juventus en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Mauricio Pochettino þykir líklegastur til að taka við liðinu.

Sarri tók við Juventus af Massimo Allegri á síðasta ári eftir að hafa stýrt enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea.

Juventus vann ítölsku deildina í ár en liðið endaði með 83 stig, einu meira en Inter. Liðið vann þá ekki ítalska bikarinn og Ofurbikar Ítalíu og þá er liðið úr leik úr Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir 2-1 sigur gegn Lyon í gær.

Lyon fór áfram á útivallarmörkum og fer því í 8-liða úrslitin.

Sarri hefur verið gagnrýndur fyrir leikstílinn sem Juventus spilar og þá hefur samband hans og Cristiano Ronaldo verði stirrt um einhvern tíma en Sarri hefur verið látinn taka poka sinn og leit að nýjum þjálfara hafin.

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, er orðaður við starfið en Zinedine Zidane, Antonio Conte og Simone Inzaghi eru einnig á listanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner