Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 08. ágúst 2020 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Matti ekki lengi að skora í jafntefli í Íslendingaslag
Matthías skoraði.
Matthías skoraði.
Mynd: Valerenga
Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrir Valerenga þegar liðið gerði jafntefli við Bodö/Glimt í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni.

Matthías kom Valerenga yfir eftir aðeins eina mínútu þegar hann skoraði eftir hornspyrnu. Er hann núna búinn að skora fjögur mörk í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Matthías spilaði allan leikinn og fyrir Bodö/Glimt spilaði Alfons Sampsted allan leikinn í hægri bakverðinum.

Bodö/Glimt er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur unnið ellefu leiki, gert tvö jafntefli og ekki tapað neinum. Valerenga er í þriðja sæti með 23 stig, 12 stigum minna en Alfons og félagar, eftir 13 leiki.
Athugasemdir
banner