Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mán 08. ágúst 2022 22:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leið mjög illa á kafla en fannst mjög ljúft að sjá boltann inni í lokin
Skoraði sigurmarkið í lok leiks í kvöld
Skoraði sigurmarkið í lok leiks í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að vinna leik svona á lokamínútunum. Við erum búnir að lenda í því að tapa á móti Breiðablik og KA svona á lokamínútunum og mér fannst við eiga þetta skilið - loksins lendir þetta okkar megin," sagði Frans Elvarsson, hetja Keflavíkur, eftir sigur gegn Leikni í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Keflavík

„Þetta var svona 'scrappy' leikur, hvorugt liðið náði að spila einhvern sambabolta en féll okkar megin. Mér fannst við skapa aðeins hættulegri færi og fannst við eiga skilið að vinna leikinn."

Um miðbik seinni hálfleiks átti Leiknir góðan kafla, jöfnuðu leikinn og sköpuðu sér góðar stöður. Frans var hreinskilinn um þann kafla. „Já, mér leið mjög illa. Eftir að þeir skoruðu markið áttu þeir 10-15 mínútur þar sem þeir hefðu getað sett annað mark en sem betur fer náum við að koma í veg fyrir það og gott að klára stigin þrjú."

Keflavík var ekki búið að vinna í þremur leikjum í röð fyrir leikinn í dag. „Við erum, finnst mér, búnir að vera óheppnir í undanförnum leikjum. Töpuðum á móti Breiðablik og KA og jafnvel óheppnir að vinna ekki á móti ÍBV í síðasta leik. Við erum komnir aftur á sigurbraut."

Frans skoraði sigurmarkið í uppbótartíma, komst inn í lélega sendingu og átti skot úr vítateignum sem endaði í netinu.

„Mig grunaði að hann ætlaði að senda á samherja sinn í teignum þannig ég ætlaði að pressa á hann. En svo fer sendingin beint til mín og ég í rauninni sendi hann á markið, markmaðurinn leggst niður sem betur fer þannig hann var farinn, og boltinn bara rennur í markið. Það var ljúft að sjá hann inni," sagði Frans og brosti.

„Nei, ég reyndi bara að setja boltann á markið. Þetta var ekkert sérstakt skot en markmaðurinn lagðist sem betur fer niður," sagði miðjumaðurinn að lokum. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner