Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 08. ágúst 2022 22:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Snéri sér við og sá ekki mistökin afdrifaríku - „Ég er ekki að fara garga á Gyrði í dag"
Siggi Höskulds
Siggi Höskulds
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gyrðir Hrafn
Gyrðir Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ekki vel, svekkjandi að tapa leiknum svona," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir tap gegn Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom alveg í blálok leiksins og meira um það hérna aðeins neðar.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Keflavík

„Ég var ekki nógu ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur. Það litaðist af því að við þurftum að rótera liðinu tvisvar (vegna meiðsla) sem var svekkjandi og svolítið týpískt fyrir lið sem er ekki búið að vera í neinum sérstökum takti."

„Mér fannst okkur skorta pínu þor og hugrekki að vilja halda boltanum og spila honum - boltinn var svolítið heitur. Mér fannst 'Shape-ið' okkar aðeins brotna rétt undir lok fyrri hálfleiks þegar þeir skora markið, við gerum mikið af klaufalegum mistökum í uppspilinu og þeir 'breika' á okkur. Þeir eru mjög góðir í því og gerðu það vel. Það var töluvert meiri ákefð í Keflavíkurliðinu."

„Svo komum við með allt annan kraft í seinni hálfleik fannst mér og seinni hálfleikur var nokkuð fínn. Aðstæður voru pínu erfiðar, menn þreyttust og þetta varð svolítið ping-pong. Sindri á ævintýralega vörslu í seinni hálfleik sem ég hefði viljað sjá inni en heilt yfir held ég að þetta hefði verið sanngjarnt 1-1 en svo vorum við bara klaufar í lokin."


Þá að markinu undir lokin, hvað er það sem gerist?

„Ég get sagt þér það að ég hélt að boltinn væri farinn út af og snéri mér við. Svo heyrði ég bara fagnaðarlætin, boltinn í markinu og ég skildi ekki neitt í neinu. Ég sá þetta ekki því miður en miðað við útskýringar þá tekur Gyrðir skrítna ákvörðun, hún klikkar og þeir fá gefins mark."

„Nei nei, ég er ekki að fara garga á Gyrði í dag. Hann þarf bara læra af þessu og hann veit að hann gerði mistök. Liðið stendur bara með honum í þessu."


Leiknir hefur nú tapað þremur leikjum í röð, fyrst gegn KA 0-5, svo 1-4 gegn ÍBV og nú þessi leikur í kvöld.

„Já, klárlega (batamerki). Við ætluðum okkur samt sigur og okkur finnst að hérna á heimavelli eigum við að vinna lið sem við erum að máta okkur við og teljum okkur vera svipað á styrkleika. Mikið svekkelsi og að sjálfsögðu högg í magann að tapa leiknum en við stöndum upp, það er klárt," sagði Siggi að lokum.

Í viðtalinu er hann spurður út í Zean Dalügge sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Leikni í dag og skoraði mark leiksins. Þá var hann spurður út í meiðsli leikmanna liðsins. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner