Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 08. ágúst 2022 22:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Snéri sér við og sá ekki mistökin afdrifaríku - „Ég er ekki að fara garga á Gyrði í dag"
Siggi Höskulds
Siggi Höskulds
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gyrðir Hrafn
Gyrðir Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ekki vel, svekkjandi að tapa leiknum svona," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir tap gegn Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom alveg í blálok leiksins og meira um það hérna aðeins neðar.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Keflavík

„Ég var ekki nógu ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur. Það litaðist af því að við þurftum að rótera liðinu tvisvar (vegna meiðsla) sem var svekkjandi og svolítið týpískt fyrir lið sem er ekki búið að vera í neinum sérstökum takti."

„Mér fannst okkur skorta pínu þor og hugrekki að vilja halda boltanum og spila honum - boltinn var svolítið heitur. Mér fannst 'Shape-ið' okkar aðeins brotna rétt undir lok fyrri hálfleiks þegar þeir skora markið, við gerum mikið af klaufalegum mistökum í uppspilinu og þeir 'breika' á okkur. Þeir eru mjög góðir í því og gerðu það vel. Það var töluvert meiri ákefð í Keflavíkurliðinu."

„Svo komum við með allt annan kraft í seinni hálfleik fannst mér og seinni hálfleikur var nokkuð fínn. Aðstæður voru pínu erfiðar, menn þreyttust og þetta varð svolítið ping-pong. Sindri á ævintýralega vörslu í seinni hálfleik sem ég hefði viljað sjá inni en heilt yfir held ég að þetta hefði verið sanngjarnt 1-1 en svo vorum við bara klaufar í lokin."


Þá að markinu undir lokin, hvað er það sem gerist?

„Ég get sagt þér það að ég hélt að boltinn væri farinn út af og snéri mér við. Svo heyrði ég bara fagnaðarlætin, boltinn í markinu og ég skildi ekki neitt í neinu. Ég sá þetta ekki því miður en miðað við útskýringar þá tekur Gyrðir skrítna ákvörðun, hún klikkar og þeir fá gefins mark."

„Nei nei, ég er ekki að fara garga á Gyrði í dag. Hann þarf bara læra af þessu og hann veit að hann gerði mistök. Liðið stendur bara með honum í þessu."


Leiknir hefur nú tapað þremur leikjum í röð, fyrst gegn KA 0-5, svo 1-4 gegn ÍBV og nú þessi leikur í kvöld.

„Já, klárlega (batamerki). Við ætluðum okkur samt sigur og okkur finnst að hérna á heimavelli eigum við að vinna lið sem við erum að máta okkur við og teljum okkur vera svipað á styrkleika. Mikið svekkelsi og að sjálfsögðu högg í magann að tapa leiknum en við stöndum upp, það er klárt," sagði Siggi að lokum.

Í viðtalinu er hann spurður út í Zean Dalügge sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Leikni í dag og skoraði mark leiksins. Þá var hann spurður út í meiðsli leikmanna liðsins. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner