Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   þri 08. ágúst 2023 23:26
Sölvi Haraldsson
Chris Brazell: Finnst kjánalegt að Jón Þór hafi ekki fengið gult spjald
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er fyrst og fremst mjög stoltur af liðinu. Þetta var besti leikurinn okkar á tímabilinu. ÍA eru með mjög sterkt lið og þeir eiga að spila í efstu deild með þessa leikmenn. Við vorum refsaðir í fyrsta markinu þeirra, síðan skora þeir úr föstu leikatriði sem var mjög ólíkt okkur. Ég er samt mjög ánægður með mína leikmenn. Við vorum mjög djarfir og góðir í dag. Við erum ósáttir með það að fá ekkert úr þessum leik.“ sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu, eftir 3-1 tap gegn ÍA í dag.


Lestu um leikinn: Grótta 1 -  3 ÍA

Afhverju fannst þér þetta vera svona góður leikur hjá þínum mönnum í dag því þið voruð 3-0 undir á 65. mínútu og áttuð erfitt með að skapa færi?

Við skulum bara vera heiðarleg. Fótbolti er leikur með fáum mörkum sem þýðir að hvert einasta mark skiptir miklu máli. Ég skal segja það þegar liðið mitt spilar illa og hvenær það spilar vel. Það er erfitt að segja að allt gekk upp í leik þar sem þú færð á þig þrjú mörk. Við áttum mjög slæm augnablik hér og þar. Það var ólíkt okkur að fá á okkur svona ódýr mörk. Mér fannst mínir menn vera góðir í dag og ég er mjög stoltur af þeim. Ég væri til í að sjá þessa frammistöðu oftar í sumar.

Breytti markið sem kom rétt fyrir hálfleik eitthvað hálfleiksræðunni þinni eða hvernig leikurinn þróaðist?

Nei. Ég sagði bara við mína menn að fara út og vinna leikinn sem var auðvitað ekki raunin. Það er alltaf mitt hugarfar samt. Starfið mitt felst í því að ná eins miklu og ég get út úr mínum mönnum. Við sýndum það í seinni hálfleik að við værum betra liðið. Þeir unnu 3-1 og til hamingju með það. Ég ætla samt ekki að mæta hér eftir leik og gagnrýna liðið mitt.

Þú fékkst gult spjald eftir að hafa beðið um víti. Getur þú sagt mér eitthvað um það atvik?

Nei ég var bara að biðja um víti. Ég mun ekki gagnrýna dómarann fyrir að gefa mér spjald. Ég sagði ekkert neikvætt við línudómarann. Ég held að ástæðan fyrir því að ég fékk spjald var að ég sagði við dómarann að ég get talað við þá mjög kurteisislega og rólega en þjálfarinn hjá andstæðingunum getur öskrað á dómarann endalaust. Mér fannst það skrítið að ég fékk spjald en ekki þeir. Það er samt ástæðan fyrir því að ég fékk gult spjald. Eitthvað fólk mun gagnrýna mig fyrir það.

Það leit út eins og þú værir að biðja dómarann um að spjalda Jón Þór stuttu eftir að þú fékkst spjald. Getur þú sagt mér eitthvað frá því?

Heyrðir þú það? Fannst þér þetta vera gult? Ég er að spurja þig eins og þú mig. Ég var þarna bara eins og þú. Ef ég kæmi í þetta viðtal og myndi öskra á þig værir þú örugglega ekki ánægður með það. Ég er ekki að reyna að koma hinum þjálfaranum í nein vandamál. Ég öskraði ekkert á dómarann. Mér finnst það kjánalegt að hinn þjálfarinn, sem er mun eldri en ég og er búinn að vera í þessum bransa lengur en ég, fái ekki gult spjald. Hann var mjög aggressive. Það er ósanngjarnt. Ég held að Jón Þór muni fara að hlægja og segja að hann sé engill.

Þið hafið núna farið í gegnum fjóra leiki án þess að vinna, hefur þú áhyggjur af því að þið munuð ekki ná þessu umspilsæti?

Þú ert að reyna að setja pressu á mig er það ekki? Ég set pressu á sjálfan mig og vill vinna alla leiki. Ég heæd að þetta tímabil sé þannig að allir leikir eru mjög erfiðir og það verða hægðir og lægðir hér og þar. Einbeittingin okkar er meira á það hvernig við spilum frekar en hvernig staðan fer. Þú reyndir að setja pressu á mig en ég set sjálfur nógu mikla pressu á mig.“

Þú varst með tvo meidda markmenn fyrir leikinn í dag. Hvernig fannst þér hann spila í dag og mun hann spila fleiri leiki fyrir Gróttu?

Mér fannst hann góður í dag. Ég sagði við hann að ég myndi bjóða honum út að borða ef hann myndi halda hreinu. Ég var mjög sáttur þegar Skaginn skoraði, ég hef aldrei verið jafn ánægðu að fá mark á mig áður. Það var frábært af honum að koma inn í þetta. Ég er þakklátur KR líka en markmaðurinn minn verður tilbúinn fyrir föstudaginn.“

Er næsti leikurinn ykkar, við Leikni á föstudaginn, leikur sem maður kallar 6 stiga leikur?

Nei það eru bara þrjú stig í boði. Ég er ekki mjög góður með þessar ensku klisjur. Við tökum bara einn leik í einu og hver einasti leikur skiptir máli. Við þurfum bara að einbeita okkur að sjálfum okkur og þá munum við byrja að vinna leiki aftur.“ sagði Chris Brazell í mjög löngu viðtali eftir 3-1 tap gegn ÍA í kvöld.

Viðtalið er mun lengra en það má horfa á það hér í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner