Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   fim 08. ágúst 2024 06:00
Elvar Geir Magnússon
Laugardalsvelli
Í BEINNI - 12:00 Dregið í undanúrslit Fótbolti.net bikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFA, Selfoss, Árbær og Tindastóll eru komin í undanúrslit Fótbolti.net bikarsins.

Dregið verður í undanúrslit í hádeginu í dag, klukkan 12:00 í beinni textalýsingu hér að neðan.

Áætlað er að undanúrslitin fari fram laugardaginn 21. september en úrslitaleikurinn verður svo á föstudagskvöldinu 27. september á þjóðarleikvangnum, Laugardalsvelli.

Liðin sem eru í pottinum:
Selfoss (2. deild)
KFA (2. deild)
Árbær (3. deild)
Tindastóll (4. deild)
12:06
Takk fyrir að fylgjast með


Eyða Breyta
12:06
Áætlað er að undanúrslitin fari fram laugardaginn 21. september en úrslitaleikurinn verður svo á föstudagskvöldinu 27. september á þjóðarleikvangnum, Laugardalsvelli.

Eyða Breyta
12:05
SELFOSS - ÁRBÆR


Eyða Breyta
12:04
KFA - TINDASTÓLL


Eyða Breyta
12:04
SELFOSS FÆR HEIMALEIK


Eyða Breyta
12:03
KFA FÆR HEIMALEIK


Eyða Breyta
12:03
Bæði heimalið dregin fyrst


Eyða Breyta
12:02
Verið að hræra í pottunum
Birkir Sveinsson er umsjónarmaður. Jörundur Áki Sveinsson yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ og Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson hjá Fótbolta.net sjá um að draga.

Eyða Breyta
11:54
U15 að æfa á vellinum
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Þegar þeirri æfingu er lokið þá byrjum við dráttinn. Dregið rétt rúmlega 12 væntanlega.

Eyða Breyta
11:45
Það er komið að þessu!
Allt að verða klárt í Laugardalnum, dregið verður í sjálfri stúkunni. Þar sem bikarinn mun fara á loft. Vel við hæfi.

Eyða Breyta
08:47
Við mætum rétt fyrir klukkan 12 með beina textalýsingu frá drættinum!
Dregið verður í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu! Spennið beltin.

Eyða Breyta
08:46
Leiðin á Laugardalsvöll - Hlaðvarpsþáttur
Sá lærði, Guðmundur Aðalsteinn, sér um hlaðvarpsþáttinn Leiðin á Laugardalsvöll. Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, og Sölvi Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, fóru yfir málin. Arnar Ólafsson, hetja Tindastóls, er einnig á línunni og fer yfir ævintýrið á Sauðárkróki.

   07.08.2024 13:31
Leiðin á Laugardalsvöll - Einn leikur í viðbót og töfrar á Króknum


Eyða Breyta
08:44
Eggert Gunnþór stýrði KFA til sigurs
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að það urðu þjálfaraskipti hjá KFA á dögunum. Mikael Nikulásson var látinn fara og Eggert Gunnþór Jónsson var ráðinn spilandi þjálfari út tímabilið. Eggert stýrði sínum fyrsta leik þegar KFA vann Augnablik á útivelli í 8-liða úrslitunum.

Jacques Fokam Sandeu, Birkir Ingi Óskarsson og Eiður Orri Ragnarsson skoruðu mörk KFA í sigrinum.

Eyða Breyta
08:41
Þeir sigurstranglegustu
Selfyssingar tróna á toppi 2. deildar með öfluga forystu og þeir verða að teljast sigurstranglegastir í keppninni. Selfoss vann Hauka í stórleik 8-liða úrslitanna.

   06.08.2024 20:05
Selfyssingar áfram í undanúrslit


Eyða Breyta
08:38
Karakter í Árbæingum
Árbær spilaði stóran hluta leiksins gegn Vængjum Júpiters manni færri en tókst samt sem áður að landa 3-1 sigri.

   07.08.2024 01:45
Vængirnir flugu ekki hátt


Eyða Breyta
08:35
Heimavinnan skilaði sér
„Við erum virkilega ánægðir með þennan sigur, við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur gegn sterkum andstæðingum. Við unnum heimavinnuna okkar vel fyrir leikinn, við horfðum á myndbandsupptökur af Kára og vorum tilbúnir," sagði Dominic þjálfari Tindastóls eftir sigurinn gegn Kára. Tindastóll er eina 4. deildarliðið sem er komið alla leið í undanúrslit.

   06.08.2024 22:30
Dominic: Erfitt að hafa svona stutt á milli leikja


Eyða Breyta
08:30
Sú yngsta og sprækasta!
Allir fjórir leikirnir í 8-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda, fóru fram á þriðjudagskvöld.

Það voru skoruð fullt af mörkum í leikjunum fjórum og mikið fjör. KFA lagði Augnablik í Fífunni með þremur mörkum gegn einu og Árbær lagði Vængi Júpíters með sömu markatölu á Fjölnisvelli.

Selfoss lagði Hauka 3-2 í hörkuleik á JÁVERK-vellinum á Selfossi, en á Sauðárkróki hafði Tindastóll betur 2-1 gegn Kára, og kom sigurmarkið undir lok framlengingar.

   06.08.2024 20:09
Fótbolti.net bikarinn: Sesar hetjan á Selfossi - Árbær í undanúrslit

   06.08.2024 20:30
Fótbolti.net bikarinn: Tindastóll og KFA í undanúrslit


Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner