þri 08. september 2020 17:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Abdoulaye Doucoure til Everton (Staðfest)
Nýjasti leikmaður Everton.
Nýjasti leikmaður Everton.
Mynd: Getty Images
Everton heldur áfram að styrkja sig inn á miðsvæðinu. Franski miðjumaðurinn Abdoulaye Doucoure er genginn í raðir félagsins frá Watford.

Talið er að kaupverðið sé í kringum 22 milljónir punda. Hann skrifar undir þriggja ára samning.

Doucoure er 27 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Watford undanfarin ár. Hann á 35 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakklands auk 129 úrvalsdeildarleikja með Watford.

Hann er þriðji miðjumaðurinn sem Carlo Ancelotti krækir í á skömmum tíma þar sem Allan og James Rodriguez eru einnig komnir til félagsins.

Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að fá mikla samkeppni núna en það er vonandi að hann nýti hana til góðs inn á vellinum.

Doucoure fær treyju númer 16 hjá Everton.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner