Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   þri 08. september 2020 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 7. sæti
Leicester
Leicester er spáð sjöunda sæti.
Leicester er spáð sjöunda sæti.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
James Maddison og Jamie Vardy, tveir í lykilhlutverki.
James Maddison og Jamie Vardy, tveir í lykilhlutverki.
Mynd: Getty Images
Wilfred Ndidi.
Wilfred Ndidi.
Mynd: Getty Images
Timothy Castagne var keyptur frá Atalanta.
Timothy Castagne var keyptur frá Atalanta.
Mynd: Getty Images
Hvað gerir Leicester á tímabilinu?
Hvað gerir Leicester á tímabilinu?
Mynd: Getty Images
Eftir undirbúningstímabil í styttri kantinum mun enska úrvalsdeildin hefjast aftur þann 12. september næstkomandi. Við kynnum liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 7. sæti er Leicester.

Um liðið: Árið 2015/16 vann Leicester eitt magnaðasta afrek íþróttasögunnar þegar liðið kom öllum á óvart með því að verða Englandsmeistari. Síðan þá hefur liðið haldið sér í efri hluta deildarinnar og í fyrra var liðið lengi vel í Meistaradeildarsæti. Leicester endaði hins vegar mótið illa og tókst að lokum ekki að ná Meistaradeildarsæti.

Staða á síðasta tímabili: 5. sæti.

Stjórinn: Brendan Rodgers stýrir skútunni hjá Leicester. Þessi fyrrum stjóri Liverpool hætti með Celtic í Skotlandi í fyrra til að taka við Leicester. Það hefur reynst mjög góð ráðning og Rodgers hefur gert fína hluti. Hann er mjög hæfileikaríkur stjóri og það verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir á sínu öðru heila tímabili með Leicester.

Styrkleikar: Leicester var með fimmtu bestu vörnina í deildinni í fyrra og hryggjarsúlan í liðinu er mjög sterk. Kasper Schmeichel er sterkur í markinu, Jonny Evans og Soyuncu eru traustir miðverðir, Wilfred Ndidi er frábær á miðjunni og svo eru mjög góðir leikmenn framar á vellinum. Þeir eru með mikinn hraða í liðinu og geta sótt hratt með hinn 33 ára gamla Jamie Vardy fremstan í flokki. Vardy er snöggur þrátt fyrir aldur og hefur þroskast sem leikmaður með aldrinum.

Veikleikar: Byrjunarliðið er sterkt en fyrir utan byrjunarliðið vantar sterkari leikmenn. Þegar kemur að miðvarðarstöðunni er liðið með Wes Morgan og Filip Benkovic upp á breiddina. Benkovic á eftir að sanna sig í úrvalsdeildinni og Morgan er kominn yfir sitt besta. Það vantar líka breidd fram á við. Það er mikið áhyggjuefni hvernig liðið endaði síðustu leiktíð og hvort það slæma gengi verði tekið með inn í þetta tímabil.

Talan: 23. Mörkin sem Jamie Vardy skoraði á síðustu leiktíð. Það gerði hann að markahæsta leikmanni deildarinnar.

Lykilmaður: Jamie Vardy
Auðvitað. Það héldu mjög margir að hann væri bara 'one season wonder' eftir tímabilið 2015/16 þegar Leicester varð Englandsmeistari. En hann er allt annað en það. Enn mjög hraður þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára og frábær fyrir framan markið. Stórhættulegur.

Fylgstu með: Wilfred Ndidi
Þetta er svo vanmetinn leikmaður. Ndidi er frábær í því sem hann gerir sem djúpur miðjumaður í þessu liði Leicester. Einn af bestu djúpu miðjumönnum ensku úrvalsdeildarinnar.

Tómas Þór Þórðarson - ritstjóri enska boltans hjá Símanum:
„Ekkert lið kvaddi síðasta tímabil með meira óbragð í munni en Leicester sem fór úr því að vera öruggt með Meistaradeildarsæti og öllu gullinu sem því fylgir í að spila fimmtudagsbolta í Evrópudeildinni. Eins vel og Brendan Rodgers byrjaði með Leicester fór heldur betur að fjara undan þegar mótherjarnir voru búnir að lesa leikstílinn og þá verða Refirnir að gera betur gegn góðu liðunum. Leicester hefur um langa hríð verið afar klókt á leikmannamarkaðnum og er búið að bæta við belgíska landsliðsbakverðinum Timothy Castagne sem er réttfættur en getur spilað báðum megin. Meiri breidd vantar þó í liðið, sérstakega í sóknarstöðurnar.”

Komnir:
Timothy Castagne frá Atalanta - 21,5 milljón punda

Farnir:
Bartosz Kapustka til Legia Varsjá - Óuppgefið
Ben Chilwell til Chelsea - 50 milljónir punda

Fyrstu leikir: West Brom (Ú), Burnley (H), Man City (Ú).

Þau sem spáðu: Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Ester Ósk Árnadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Sverrir Örn Einarsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Leicester, 161 stig
8. Wolves, 160 stig
9. Everton, 146 stig
10. Southampton, 113 stig
11. Sheffield United, 101 stig
12. Burnley, 99 stig
13. Leeds, 95 stig
14. West Ham, 93 stig
15. Crystal Palace, 80 stig
16. Newcastle, 76 stig
17. Brighton, 49 stig
18. Aston Villa, 39 stig
19. Fulham, 30 stig
20. West Brom, 20 stig

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net búin að opna
Athugasemdir
banner
banner
banner