banner
   þri 08. september 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kórdrengir fá framherja frá Senegal (Staðfest)
Kórdrengir eru á toppnum í 2. deild.
Kórdrengir eru á toppnum í 2. deild.
Mynd: Hulda Margrét
Kórdrengir í 2. deild hafa samið við Senegalann Makhtar Sangue Diop og mun hann klára tímabilið með liðinu.

Diop er tvítugur framherji sem kemur til með að styrkja lið Kórdrengja á lokasprettinum.

Félagaskiptaglugginn lokaði í síðustu viku en félög hafa viku til að ganga frá félagaskiptum erlendis frá. Það átti auðvitað við í þessu tilviki.

Kórdrengir eru á toppi 2. deildarinnar með 31 stig eftir 14 leiki. Næsti leikur liðsins er við KF á morgun og spurning er hvort Diop geti tekið þátt þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner