Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. september 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carlos Queiroz ráðinn þjálfari Egypta (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Carlos Queiroz hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Egyptalands. Hann tekur við af Faraóunum, eins og liðið er kallað, af Hossam El Badry sem var látinn fara.

Queiroz er 68 ára og er hann fyrrum þjálfari Real Madrid og þekktur fyrir að hafa verið aðstoðarþjálfari Manchester United í stjóratíð Sir Alex Ferguson.

Queiroz hefur þjálfað landslið Portúgals, Írans, Suður-Afríku og sameinuðu arabísku furstadæmanna. Síðast var hann þjálfari Kólumbíu en var látinn fara úr því starfi eftir 0-3 tap gegn Úrúgvæ og 1-6 tap gegn Ekvador.

Fyrsti leikur Queiroz sem þjálfari egypska liðsins verður gegn Líbíu í október. Egyptaland er í 2. sæti F-riðils í undankeppni HM eftir tvo leiki. Líbía er í efsta sæti riðilsins en efsta liðið í hverjum riðli fer inn í næstu umferð undankeppninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner